Skrifstofan í Fjarskalandi

10 days ago
1.21K

Arnar Þór Jónsson, lögmaður er þjóðkunnur maður, fyrrverandi forsetaframbjóðandi og stofnandi Lýðræðisflokksins er gestur Gústafs Skúlasonar ritstjóra Þjóðólfs. Rætt er um Bókun 35 sem ríkisstjórnin reynir að böðlast með gegnum þingið en margir lögfróðir menn segja bókunina ganga gegn stjórnarskrá Íslands.

Nýlega var haldinn fundur í fullu húsi í Iðnó um Bókun 35 en engir af hefðbundnu fjölmiðlunum höfðu áhuga að fylgjast með eða segja frá umræðunni. Í staðinn eyddi RÚV tíma í að mynda og búa til mikla frétt um nokkra einstaklinga með Palestínufána í miðbænum. Greinilega samantekin ráð að þagga niður þjóðfélagsumræðuna.

Loading 2 comments...